Táningastælar

Deila:   
Breyttist góði hvolpurinn þinn í sjálfstæðan og óþekkan hund þegar hann fór á kynþroskaskeiðið?

Ertu með frábæran hund í alla staði, nema að það vantar upp á meiri þjálfun í nokkrum atriðum t.d. að fá athygli hans þegar þið eru úti?

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á hefðbundnar hlýðni æfingar með sérstakri áherlsu á að gera hundinn betri í öllum aðstæðum. Hundurinn á að velja að einbeita sér að eiganda í aðstæðum þar sem er mikið áreiti og að átta sig á því að stundum er bara best að slaka á.

Æfingar sem við förum meðal annars yfir.

Slökun í áreiti.
Styrkja grunn – æfingar eins og sitja/liggja og kyrr.
Fjarlægðastjórnun, t.d. að stoppa á hlaupum.
Væntingastjórnun, venja hundinn á hvað gildir í mismunandi aðstæðum. Það er t.d. ekki alltaf party og stuð þótt við förum á nýjan stað.
Góðar venjur og sjálfstjórn, sumt vill maður bara að hundurinn gerir sjálfkrafa án þess að við þurfum að skipa fyrir.
Innkall með áherslu á neyðarinnkallsæfingar.
Athyglis æfingar.
Hælganga og taumganga og muninn þar á milli.
Spor og aðrar leita æfingar

Innifalið í námskeiðinu eru fyrirlestrar um merkjamál, stress og gelt. Aukið gelt er einmitt algeng áskorun á þessum tíma þar sem varðeðlið er farið að sýna sig.

Allir hundar sem eru 5—6 mánaða og eldri geta verið með. Eina krafan er að hann sé ekki reaktívur á aðra hunda, sem sagt að hann getur verið í hóp með öðrum hundum. Þeir fá ekki að heilsast í tímanum og eru ávalt í taum en þurfa að geta verið nálægt hvort öðru annað slagið þegar verið er að æfa. Við reynum samt alltaf að virða persónulega rými hundana og halda fjarlægð þegar við getum.

Táningastælar

Staða: Nýtt
Verð: 45.000 kr.
Breyttist góði hvolpurinn þinn í sjálfstæðan og óþekkan hund þegar hann fór á kynþroskaskeiðið?

Ertu með frábæran hund í alla staði, nema að það vantar upp á meiri þjálfun í nokkrum atriðum t.d. að fá athygli hans þegar þið eru úti?

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á hefðbundnar hlýðni æfingar með sérstakri áherlsu á að gera hundinn betri í öllum aðstæðum. Hundurinn á að velja að einbeita sér að eiganda í aðstæðum þar sem er mikið áreiti og að átta sig á því að stundum er bara best að slaka á.

Æfingar sem við förum meðal annars yfir.

Slökun í áreiti.
Styrkja grunn – æfingar eins og sitja/liggja og kyrr.
Fjarlægðastjórnun, t.d. að stoppa á hlaupum.
Væntingastjórnun, venja hundinn á hvað gildir í mismunandi aðstæðum. Það er t.d. ekki alltaf party og stuð þótt við förum á nýjan stað.
Góðar venjur og sjálfstjórn, sumt vill maður bara að hundurinn gerir sjálfkrafa án þess að við þurfum að skipa fyrir.
Innkall með áherslu á neyðarinnkallsæfingar.
Athyglis æfingar.
Hælganga og taumganga og muninn þar á milli.
Spor og aðrar leita æfingar

Innifalið í námskeiðinu eru fyrirlestrar um merkjamál, stress og gelt. Aukið gelt er einmitt algeng áskorun á þessum tíma þar sem varðeðlið er farið að sýna sig.

Allir hundar sem eru 5—6 mánaða og eldri geta verið með. Eina krafan er að hann sé ekki reaktívur á aðra hunda, sem sagt að hann getur verið í hóp með öðrum hundum. Þeir fá ekki að heilsast í tímanum og eru ávalt í taum en þurfa að geta verið nálægt hvort öðru annað slagið þegar verið er að æfa. Við reynum samt alltaf að virða persónulega rými hundana og halda fjarlægð þegar við getum.

hundaakademian | Kópavogur | 200

Notandi síðan: 17.maí 2023