Skilmálar - Boðkaup.is
1. Almennt
Boðkaup er vettvangur þar sem kaupendur og seljendur geta átt í viðskiptum sín á milli með vörur og þjónustu. Eigandi Boðkaup.is er Idé auglýsingastofa ehf. kt. 540199-2049, 800 Selfossi.
Boðkaup býður upp á þrjá flokka, „Boðkaup“, "Magnkaup" og „Góðkaup“.
Boðkaup er uppboðsflokkur þar sem hægt er að bjóða í vöru eða þjónustu.
Magnkaup er flokkur þar sem afsláttur er veittur ef tiltekið magn af vöru eða þjónustu er keypt.
Góðkaup er flokkur þar sem hægt er að kaupa og selja vöru eða þjónustu.
Afhending og greiðslufyrirkomulag er mismunandi á milli flokka og er því nánar lýst í skilmálum þessum.
2. Aðilar og gildissvið
Þessir skilmálar gilda um notkun og um kaup og sölu á vöru eða þjónustu á vefsíðunni www.bodkaup.is („Boðkaup“). Notandi er aðili sem notar vefsíðu Boðkaup.is. Kaupandi er aðili sem kaupir vöru eða þjónustu í gegnum vefsíðu Boðkaup.is. Seljandi er aðili sem selur vöru eða þjónustu í gegnum vefsíðu Boðkaup.is. Boðkaup er aðili sem hefur milligöngu um kaup á vöru eða þjónustu á vefsíðu Boðkaup.is.
Skilmálar þessir tilgreina annars vegar réttindi og skyldur Boðkaup.is og hins vegar réttindi og skyldur notanda, kaupanda og seljanda. Með því að nota þjónustu Boðkaup.is samþykkja framangreindir aðilar að gangast undir skilmála þessa.
3. Tilboð, pöntun, kaup og afhending
Boðkaup. Aðili sem á hæsta boð í tiltekna vöru eða þjónustu fær sendan tölvupóst og hefur frá þeim tíma 24 klst. til að ganga frá kaupum. Ef ekki er gengið frá kaupum innan tímamarka telst tilboð óskuldbindandi gagnvart seljanda. Ef gengið er frá kaupum fær kaupandi senda sölukvittun í tölvupósti sem veitir honum rétt til að fá vöruna eða þjónustuna afhenta úr hendi seljanda.
Magnkaup. Pöntun kaupanda er bindandi þegar hann hefur staðfest hana og sendir Boðkaup honum staðfestingu í tölvupósti. Þegar pöntun hefur verið afgreidd og greiðsla borist frá kaupanda fær hann senda sölukvittun í tölvupósti sem veitir honum rétt til að fá vöruna eða þjónustuna afhenta úr hendi seljanda.
Góðkaup. Samkomulag um greiðslu og afhendingu á sér stað á milli kaupanda og seljanda og er á þeirra ábyrgð. Ef vara er ekki afhent, grunur vaknar um svik eða að verið sé að selja stolnar vörur hvetjum við þig til að láta okkur vita og lögregluna í þínu umdæmi.
4. Eiginleikar vörur
Boðkaup hefur milligöngu um viðskipti milli kaupanda og seljanda á vörum og þjónustu á vefsíðu Boðkaup.is. Boðkaup ber ekki ábyrgð á að vara eða þjónusta sé í samræmi við lýsingu seljanda. Kaupendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um ábyrgð hjá söluaðila áður en viðskipti eiga sér stað.
5. Greiðslur
Boðkaup er flokkur þar sem seljendur greiða 5% þóknun til Boðkaupa ef til sölu kemur. Boðkaup tekur á móti greiðslu frá kaupanda í gegnum örugga greiðslugátt á vörslureikning og greiðir seljanda fjárhæðina að eftir að afhending vöru eða þjónustu hefur verið staðfest.
Magnkaup er flokkur þar sem seljendur greiða 5% þóknun til Boðkaupa ef til sölu kemur. Boðkaup tekur á móti greiðslu frá kaupanda í gegnum örugga greiðslugátt á vörslureikning og greiðir seljanda fjárhæðina að frádreginni þóknun eftir að afhending vöru eða þjónustu hefur verið staðfest eða eftir samkomulagi. Seljendur geta haft samband og samið um sérstaka þóknun ef verðmæti vöru eða þjónustu er yfir 1.000.000 kr.
Góðkaup er flokkur þar sem seljendur geta selt vöru eða þjónustu með eða án afsláttar. Seljendur greiða 3% þóknun til Boðkaupa ef til sölu kemur. Boðkaup tekur á móti greiðslu frá kaupanda í gegnum örugga greiðslugátt á vörslureikning og greiðir seljanda fjárhæðina að frádreginni þóknun eftir að afhending vöru eða þjónustu hefur verið staðfest eða eftir samkomulagi.
Komi til sölu þar sem greiðsla fer í gegnum Boðkaup.is eru nokkrir greiðslumöguleikar til boða. Kaupandi getur greitt með:
- Kreditkorti.
- Netgíró.
- Síminn pay
Það er á hendi kaupanda að ákveða hvaða greiðsluaðferð er valin.
6. Upplýsingar og verð
Verð á vefsíðu Boðkaup.is eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.
Ef misræmi er milli auglýsingar á vefsvæði Boðkaup.is og sölukvittunar skal kaupandi upplýstur um það skriflega innan þriggja daga frá móttöku kvittunar. Verði kaupandi var við ósamræmi milli keyptrar vöru eða þjónustu skal hann tilkynna Boðkaup um það með skriflegum hætti innan þriggja daga frá móttöku sölukvittunar. Boðkaup mun tilkynna kaupanda um endurgreiðslu fyrir vöru eða þjónustu vegna ósamræmis innan 30 daga frá móttöku skriflegrar tilkynningar.
7. Endurgreiðsla
Ef kaupandi sem fengið hefur sölukvittun fær ekki afgreidda vöru eða þjónustu vegna vanefnda seljanda á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Boðkaupum.
Sæki kaupandi ekki vöru eða þjónustu áður en frestur til framvísunar sölukvittunar rennur út hefur hann afsalað sér rétti til endurgreiðslu.
Ef sölukvittun ber með sér hærra verð en auglýsing á vefsíðu ber Boðkaup að endurgreiða kaupanda mismuninn.
Boðkaup býður kaupendum upp á verðvernd. Ef beiðni berst innan 14 daga frá kaupum og kaupandi hefur ekki leyst út vöru eða þjónustu samkvæmt sölukvittun mun Boðkaup endurgreiða kaupendum eftir sömu greiðsluleið og kaupandi notaði þegar vara eða þjónusta var keypt.
Kaupandi sem fengið hefur sölukvittun á rétt til endurgreiðslu ef Boðkaup telur seljanda ekki færan um að afhenda vöru eða þjónustu.
8. Fallið frá viðskiptum
Boðkaup áskilur sér rétt til að falla frá viðskiptum ef söluaðili sér ekki fram á að geta afgreitt þá vöru eða þjónustu sem keypt hefur verið. Handhafi sölukvittunar fær þá kaup endurgreidd í því formi sem greiðsla barst til Boðkaup.is. Boðkaup getur einnig fallið frá samningi ef kaupandi brýtur gegn skilmálum þessum. Í þeim tilfellum á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu. Boðkaup skal ávallt senda skriflega tilkynningu þegar fallið er frá viðskiptum.
Kaupandi á rétt á að hætta við viðskipti ef Boðkaup virðir ekki skyldur sínar samkvæmt sölukvittun. Auk þess á kaupandi rétt á að hætta við viðskipti með tölvupósti innan 14 daga frá móttöku sölukvittunar án ástæðu og án greiðslu. Tilkynning þarf að berast eigi síðar en 14 dögum frá móttöku kvittunar og þarf alltaf að vera skrifleg.
Tilboð er ekki skuldbindandi gagnvart seljanda ef lágmarksfjölda kaupanda er ekki náð og fellur það sjálfkrafa úr gildi að loknum gildistíma tilboðs.
9. Heimil notkun
Notendur, kaupendur og seljendur hafa leyfi til að nota Boðkaup og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við markmið síðunnar og í samræmi við skilmála þessa. Það er stranglega bannað að gefa upp rangt nafn og aðrar persónuupplýsingar við skráningu á vefsíðu Boðkaup.is. Aðilar skulu umgangast aðra notendur af vinsemd og virðingu og áskilur Boðkaup sér rétt til að eyða hvers kyns ómálefnalegum og óréttmætum athugasemdum sem ekki varða kaup og sölu á vöru eða þjónustu á vefsíðu Boðkaup.is.
Ólögmætt athæfi á vefsíðu Boðkaup.is verður tilkynnt til lögreglu og mun Boðkaup afhenda þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru við rannsókn málsins. Boðkaup áskilur sér einnig í öllum tilfellum rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang aðila sem notað hefur vefsíðu Boðkaup.is með ólögmætum hætti.
10. Höfundarréttur
Vefsíða Boðkaup.is og gagnagrunnur veitir einungis heimild til persónulegra nota og er með öllu óheimilt að nota efni síðunnar í viðskiptalegum tilgangi án samþykkis Boðkaup.is.
Óheimilt er að afrita gögn af síðunni í heild eða hluta. Með afritun er m.a. átt við skjáskot, prentun eða tölvulestur gagna. Óheimilt er að endurbirta efni síðunnar eða nota það til endursölu. Öll dreifingu, endurútgáfa eða rafræn afritun upplýsinga af vefsvæði Boðkaup.is er með öllu óheimil.
Framangreind upptalning á óheimilli notkun efnis er ekki tæmandi talin.
11. Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með því að nota vefsíðu Boðkaup.is staðfestir notandi að hafa kynnt sér persónuverndarstefnu sem aðgengileg er á vefsíðunni sjálfri.
12. Ágreiningur
Um skilmála þessa gilda íslensk lög og skulu ágreiningsmál vegna þeirra rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
13. Breytingar
Boðkaup áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og teljast þeir bindandi þegar samningsaðilar hafa fengið tilkynningu um það. Sending til aðila og/eða birting á vefsíðu Boðkaup.is telst fullnægjandi tilkynning. Breyting telst samþykkt af hálfu samningsaðila þegar notkun á þjónustu Boðkaup.is hefur átt sér stað.
14. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 1. maí 2021