Afhending
Boðkaup býður upp á þrjá flokka, “Boðkaup” "Magnkaup" og “Góðkaup”. Afhending og greiðslufyrirkomulag er örlítið frábrugðið á milli þessara flokka.
Boðkaup er flokkur þar sem Boðkaup tekur á móti greiðslu frá kaupanda í gegnum örugga greiðslugátt á vörslureikning og greiðir seljanda fjárhæðina að eftir að afhending vöru eða þjónustu hefur verið staðfest.
Magnkaup. Pöntun kaupanda er bindandi þegar hann hefur staðfest hana og sendir Boðkaup honum staðfestingu í tölvupósti. Þegar pöntun hefur verið staðfest og greiðsla borist frá kaupanda fær hann senda sölukvittun í tölvupósti sem veitir honum rétt til að fá vöruna eða þjónustuna afhenta úr hendi seljanda.
Góðkaup er flokkur þar sem hægt er að kaupa og selja vöru eða þjónustu.
Komi til sölu þar sem greiðsla fer í gegnum Boðkaup.is eru nokkrir greiðslumöguleikar til boða. Kaupandi getur greitt með:
- Kreditkorti.
- Netgíró.
- Síminn pay.
Það er á hendi kaupanda að ákveða hvaða greiðsluaðferð er valin.